18.1.2007 | 23:16
Gunnar Eyjólfsson lék Hjörvar
Venni Páer eru fyndnir þættir á Skjá Einum. Það var sérstaklega skemmtilegt að nýr karakter í þættinum skyldi heita HJÖRVAR. Reyndar var Venni Páer alltaf að ruglast á nafninu, raunveruleiki sem allir Hjörvar"ar" þekkja vel. Hversu oft hefur maður farið á Pizzastað og sagst vera að sækja á nafninu Hjörvar og fá svo Pizzuna merkta Hjörtur.
Gunnar Eyjólfsson túlkaði þennan Hjörvar en aldrei áður hefur karakter heitið Hjörvar í íslenskum bókmenntum, leikritum, bíómyndum né sjónvarspsþáttum svo ég viti. Gunnar sem er eflaust einhver skýrmæltasti maður í heimi var aldrei í miklum metum hjá mér en eftir þetta hlutverk þá tel ég einn af okkar bestu leikurum.
Talandi um Gunnar þá verð ég að fara fá mér rautt eðalginseng.
Um bloggið
Hafliðason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar