21.1.2007 | 21:07
Nei þetta er ekki þér að kenna
Óli Stef vill taka tapið alfarið á sig sem er náttúrulega bara bull. Það var enginn að spila vel nema R.Valur markvörður sem varði vel í fyrri hluta leiksins.
Sjáfur get ég alltaf samglaðst Úkraínumönnum. Þeir hafa þjáðst lengi og eiga skilið að upplifa góða tíma. Við getum alltaf fengið Elton John, Duran Duran eða eitthvað gott band í partý til að gleðja okkur.
Svo er Rocky VI að koma í bíó þannig að það eru bjartir tímar framundan. Þetta verður reyndar mjög erfiður bardagi því herra Balboa er orðinn rúmlega sextugur. En með réttri stradgetíu er allt hægt.
![]() |
Ólafur Stefánsson: Ég brást liðinu mínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2007 | 03:19
Til hamingju Henry Birgir. Mikill er máttur Fréttablaðsins!
Ég verð að óska Henry Birgi blaðamanni á Fréttablaðinu til hamingju með þessa ákvörðun KSÍ. Mikill er máttur Fréttablaðsins. Ég vona að eitthvað kvenfélag sæmi Henry Birgi vin minn bleikan borða. Hann hefur svo sannarlega barist fyrir þessu.
Vinkonur mínar úr Kvenfélagi Gaulverjahrepps tóku vel í útspil KSÍ og auðvitað reif Stína Stuð upp gítarinn eins og henni einni er lagið.
![]() |
Stjórn KSÍ jafnar dagpeningagreiðslur til karla - og kvennalandsliðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2007 | 22:13
Hún heitir Jade
En ekki Jane.
Þessi stelpa er með ólíkindum klikkuð en ef ég man rétt þá varð hún sú fyrsta til að vinna þessa Big Brother keppni. Reyndar aldrei fattað afhverju það hefur aldrei verið gerð íslensk útgáfa af Big Brother. Ótrúleg atvik sem komið hafa upp í þessum þáttum um allan heim.
Það er samt skemmtilegt að segja frá því Jade var gift Jeff Brazier sem er svona C-list celebrity í Bretlandi. Jeff þessi lék með mér í HK árið 1998 en var aðalega með hugann við Astró og Skuggabarinn þar sem hann uppskar ríkulega. Eflaust eru fjölmargar selpur á aldrinum 1975 - 1982 sem muna eftir kauða því ekki gat hann stundað boltann hér á landi vegna anna utan vallar.
![]() |
Jade Goody kosin út úr Stóra bróður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2007 | 23:16
Gunnar Eyjólfsson lék Hjörvar
Venni Páer eru fyndnir þættir á Skjá Einum. Það var sérstaklega skemmtilegt að nýr karakter í þættinum skyldi heita HJÖRVAR. Reyndar var Venni Páer alltaf að ruglast á nafninu, raunveruleiki sem allir Hjörvar"ar" þekkja vel. Hversu oft hefur maður farið á Pizzastað og sagst vera að sækja á nafninu Hjörvar og fá svo Pizzuna merkta Hjörtur.
Gunnar Eyjólfsson túlkaði þennan Hjörvar en aldrei áður hefur karakter heitið Hjörvar í íslenskum bókmenntum, leikritum, bíómyndum né sjónvarspsþáttum svo ég viti. Gunnar sem er eflaust einhver skýrmæltasti maður í heimi var aldrei í miklum metum hjá mér en eftir þetta hlutverk þá tel ég einn af okkar bestu leikurum.
Talandi um Gunnar þá verð ég að fara fá mér rautt eðalginseng.
Um bloggið
Hafliðason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar